Innflæði erlends fjármagns dróst saman um þriðjung á fyrri árshelmingi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. júlí 2018 07:00 Innflæði í skráð hlutabréf minnkaði á fyrri helmingi ársins. Vísir Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00
Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45