Körfubolti

Tryggvi Snær spilaði ekkert í fyrsta sigri Raptors

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason Vísir/Getty

Landsliðsmiðherjinn sat allan tímann á varamannabekknum hjá Toronto Raptors þegar liðið mætti Denver Nuggets í sumardeild NBA vestanhafs í nótt.

Tryggvi hefur aðeins fengið að spreyta sig í einum af þeim fjórum leikjum sem Raptors hefur spilað. Hann fékk þá fjórar mínútur í tapi gegn Minnesota Timberwolves.

Raptors vann leikinn í nótt með átta stiga mun, 85-77 og er þetta fyrsti sigur liðsins í sumardeildinni. Bretinn OG Anunoby var stigahæstur í liði Raptors með 22 stig en hann var í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu í NBA á síðustu leiktíð eftir að hafa verið valinn númer 23 í nýliðavalinu síðasta sumar.

Tryggvi á enn möguleika á að spreyta sig í sumardeildinni þar sem Raptors á að lágmarki einn leik eftir.

 

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.