Viðskipti innlent

Samkaup kaupir hluta verslana Basko

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Basko rekur meðal annars verslanir 10-11.
Basko rekur meðal annars verslanir 10-11. Vísir/GVA

Samkaup og Basko hafa komist að samkomulagi um að Samkaup kaupi valdar verslanir í eigu Basko að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Ekki kemur fram um hvaða verslanir ræðir en Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar, Kvosarinnar, Best of Iceland og Inspired By Iceland.

Samkomulagið er enn háð fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samkaup rekur um fimmtíu verslanir á 33 stöðum um allt land. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin og Krambúð. Starfsmenn félagsins eru um 1.000 í rúmlega 500 stöðugildum.

Samningsaðilar hyggjast ekki tjá sig frekar um viðskiptin þar til fyrirvörum hefur verið aflétt. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi Samkaupa að því er segir í tilkynningunni frá bankanum.


Tengdar fréttir

Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði.

Vilja endurvekja viðræðurnar

Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Verslanir Iceland reknar með 39 milljóna hagnaði

Sex matvöruverslanir Iceland voru reknar með 39 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Afkoman var þá rúmum 30 milljónum betri en 2015 og velta fyrirtækisins nam 2.864 milljónum eða einni milljón króna meira en árið á undan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.