Samkeppni sögð vera lítil hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 3. september 2015 09:30 Í skýrslu OECD er bent á að í sumum greinum þurfi stjórnvöld að gera meira til að stuðla að samkeppni. Til að mynda sé Mjólkursamsalan í einokunarstöðu á mjólkumarkaði. Vísir/Pjetur Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt. Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt.
Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17