Haraldur byrjar snemma á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 14:00 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira