Viðskipti innlent

Breytingar á skipulagi Icelandair Group

Sylvía Hall skrifar
Við breytingarnar fækkar um einn í framkvæmdarstjórn Icelandair.
Við breytingarnar fækkar um einn í framkvæmdarstjórn Icelandair. Fréttablaðið/Anton Brink

Icelandair Group tilkynnti í dag breytingar á skipulagi innan fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá Björgólfi Jóhannessyni segir að breytingarnar séu afrakstur víðamikillar greiningarvinnu.

„Undanfarið hefur verið unnin viðamikil greining á starfsemi félagsins, stefnu og áherslum til framtíðar. Að þeirri vinnu hafa fjölmargir komið, meðal annars um 600 starfsmenn víðs vegar úr starfseminni á sérstökum vinnustofum. Sú breyting sem við gerum nú á skipulaginu er afrakstur þessarar greiningarvinnu. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu- og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið til framtíðar.“

Þá kynnir Icelandair Group nýtt svið sem mun snúa að þjónustuupplifun viðskiptavina og verður Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri sviðsins, en hún gekk til liðs við fyrirtækið í ársbyrjun sem framkvæmdarstjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs. Sviðið mun bera ábyrgð á þjónustu um borð, framlínu, vildarklúbbi, viðbótartekjum og vöruþróun.

Birna Ósk var áður framkvæmdarstjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar áður en hún gekk til liðs við Icelandair. Áður starfaði hún sem framkvæmdarstjóri hjá Símanum.

Við breytingarnar fækkar um einn í framkvæmdarstjórn Icelandair og mun Guðmundur Óskarsson láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs. Hann mun áfram starfa innan félagsins.


Tengdar fréttir

Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi

Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent

Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.