Viðskipti innlent

Ingvar nýr aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ingvar Haraldsson hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu undanfarin misseri.
Ingvar Haraldsson hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu undanfarin misseri. Mynd/Viðskiptablaðið

Ingvar Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins.

Ingvar hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu undanfarin misseri. Áður starfaði hann m.a. sem blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu.

Ingvar er 26 ára gamall og hefur lokið meistaraprófi í hagsögu frá London School of Economics og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Ritstjóri Viðskiptablaðsins er Trausti Hafliðason en hann tók við starfinu af Bjarna Ólafssyni í júní 2017. Á sama tíma var Ásdís Auðunsdóttir ráðin aðstoðarritstjóri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.