Viðskipti innlent

Jón nýr for­maður banka­ráðs Lands­bankans

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Jón Þ. Sigurgeirsson starfaði um langt árabil í Seðlabanka Íslands.
Jón Þ. Sigurgeirsson starfaði um langt árabil í Seðlabanka Íslands.

Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár.

Bankasýsla ríkisins lagði til að Jón yrði nýr formaður ráðsins og var tillagan samþykkt á aðalfundi bankans sem fram fór nú síðdegis.

Vika er síðan Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum að skipta öllu bankaráði út vegna vinnubragða í tengslum við kaup bankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. 


Tengdar fréttir

Jón kemur nýr inn í banka­ráð Lands­bankans og verður for­maður

Jón Þ. Sigurgeirsson, sem hefur undanfarin tvö ár verið efnahagsráðgjafi viðskiptaráðherra, er tilnefndur af Bankasýslu ríkisins sem annar af tveimur nýjum bankaráðsmönnum Landsbankans. Lagt er til að Jón, sem starfaði um langt árabil hjá Seðlabankanum, verði formaður bankaráðs.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×