Formúla 1

Sjáðu uppgjörsþáttinn eftir magnaðan kappakstur á Silverstone

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bretlands-kappaksturinn fór fram í Formúlu 1 í dag þar sem Sebastian Vettel kom, sá og sigraði. Lewis Hamilton var annar og Kimi Raikkonen þriðji.

Þetta var tíunda keppni tímabilsins og var keppt á einni sögufrægustu braut allra tíma, Silverstone, en þetta var í sextánda skipti sem keppt var á henni.

Sjá einnig:Uppgjör: Vettel sigraði magnaðan kappakstur

Talað er um að síðasti kappaksturinn í Bretlandi verði 2020 en keppnin í dag var það mögnuð að líklegt er að það verði hætt við þá ákvörðun.

Sebastian Vettel er því með átta stiga forskot í samanlagðri keppni en Ferrari er með tuttugu stiga forskot í keppni bílasmiða.

Uppgjörsþáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Rúnar Jónsson og Kristján Einar fara yfir málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×