Formúla 1

Sjáðu uppgjörsþáttinn eftir magnaðan kappakstur á Silverstone

Anton Ingi Leifsson skrifar

Bretlands-kappaksturinn fór fram í Formúlu 1 í dag þar sem Sebastian Vettel kom, sá og sigraði. Lewis Hamilton var annar og Kimi Raikkonen þriðji.

Þetta var tíunda keppni tímabilsins og var keppt á einni sögufrægustu braut allra tíma, Silverstone, en þetta var í sextánda skipti sem keppt var á henni.

Sjá einnig: Uppgjör: Vettel sigraði magnaðan kappakstur

Talað er um að síðasti kappaksturinn í Bretlandi verði 2020 en keppnin í dag var það mögnuð að líklegt er að það verði hætt við þá ákvörðun.

Sebastian Vettel er því með átta stiga forskot í samanlagðri keppni en Ferrari er með tuttugu stiga forskot í keppni bílasmiða.

Uppgjörsþáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Rúnar Jónsson og Kristján Einar fara yfir málin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.