Kári Arnór fær 24 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 15:43 Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00
Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21
Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59