Formúla 1

Hamilton tók forystu með sigri í Frakklandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lewis Hamilton
Lewis Hamilton vísir/getty

Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Le Castellet í Frakklandi í dag.

Um var að ræða fyrstu Formúla 1 keppnina í Frakklandi í tíu ár.

Hamilton var á ráspól og hélt fyrsta sætinu frá upphafi til enda. Max Verstappen á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari komu í næstu sætum á eftir.

Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari eru í baráttu við Hamilton í keppni ökumanna en þeir lentu í samstuði á fyrsta hring í Frakklandi í dag. Vettel náði að vinna sig upp og endaði í fimmta sæti

Hamilton er kominn með fjórtán stiga forystu í keppni ökumanna en Vettel er í öðru sæti. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.