Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2018 16:30 City, fjármálahverfið í Lundúnum. Vísir/EPA Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT. Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT.
Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira