Oculis metið á fimm milljarða króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. júní 2018 06:00 Sjúkdómar í afturhluta augans eru meðhöndlaðir með augnástungum og tækni Oculis felur því í sér byltingu fyrir þá sjúklinga sem þjást af slíkum sjúkdómum. Fyrirtækið á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans. Oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00
Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48