Körfubolti

LeBron laus allra mála hjá Cleveland

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron í leik með Cleveland í vetur.
LeBron í leik með Cleveland í vetur. vísir/getty
LeBron James er laus allra mála eftir að hann nýtti sér ákvæði í samningi sínum um að spila ekki síðasta árið af samningnum sínum hjá Cleveland Cavaliers.

James hafði til föstudagsins til þess að gera Cleveland grein fyrir ákvörðun sinni og hefur nú samkvæmt heimildum ytra gert það. EPSN greinir frá.

Þessi fjórum sinni besti leikmaður NBA-deildarinnar getur nú farið hvert sem er en LA Lakers, Houston Rockets og Philadelphia 76ers eru taldir líklegir áfangastaðir LeBron.

Tvívegis hefur LeBron verið laus allra mála. 2010 gekk hann í raðir Miami Heat frá Clevleand og svo 2014 fór hann frá Miami aftur yfir til Cleveland en þetta er í þriðja skiptið sem hann er án félags.

Vilji LeBron meiri peninga er erfitt fyrir hann að fá betri samning en hjá Cleveland. Þeir vilja bjóða honum fimm ára samning sem hljóðar upp á um 207 milljónir Bandaríkjadala en önnur lið vilja bjóða honum fjögurra ára samning upp á rúmlega 150 milljónir dala.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×