Stefnir forstjóra Hvals fyrir Félagsdóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 15:44 Kristján Loftsson. Fréttablaðið/anton brink Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“ Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“
Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22
Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15