Umdeildum breytingum á fjármálakerfi Sviss líklegast hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 10:57 Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Vísir/Getty Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um umdeilda tillögu um breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir. Verði tillagan, sem gengur undir nafninu Vollgeld, samþykkt munu bankar ekki lengur geta búið peninga til, ef svo má að orði komast. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Atkvæðagreiðslan er til komin vegna þess að fleiri en hundrað þúsund manns skrifuðu undir að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt svissneskum lögum eru öll málefni sem ná hundrað þúsund undirskriftum tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Stuðningsmenn Vollgeld héldu því fram að breytingarnar myndu koma í veg fyrir bólumyndun í hagkerfi landsins. Seðlabanki landsins gæti stýrt fjármagni í umferð með mikilli nákvæmni. Ríkisstjórn Sviss og samtök fjármálafyrirtækja börðust þó gegn tillögunni af miklum krafti og sögðu hana geta lamað efnahag ríkisins. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um umdeilda tillögu um breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir. Verði tillagan, sem gengur undir nafninu Vollgeld, samþykkt munu bankar ekki lengur geta búið peninga til, ef svo má að orði komast. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Atkvæðagreiðslan er til komin vegna þess að fleiri en hundrað þúsund manns skrifuðu undir að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt svissneskum lögum eru öll málefni sem ná hundrað þúsund undirskriftum tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Stuðningsmenn Vollgeld héldu því fram að breytingarnar myndu koma í veg fyrir bólumyndun í hagkerfi landsins. Seðlabanki landsins gæti stýrt fjármagni í umferð með mikilli nákvæmni. Ríkisstjórn Sviss og samtök fjármálafyrirtækja börðust þó gegn tillögunni af miklum krafti og sögðu hana geta lamað efnahag ríkisins.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent