Viðskipti erlent

Umdeildum breytingum á fjármálakerfi Sviss líklegast hafnað

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum.
Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Vísir/Getty

Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um umdeilda tillögu um breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir. Verði tillagan, sem gengur undir nafninu Vollgeld, samþykkt munu bankar ekki lengur geta búið peninga til, ef svo má að orði komast. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum.

Atkvæðagreiðslan er til komin vegna þess að fleiri en hundrað þúsund manns skrifuðu undir að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt svissneskum lögum eru öll málefni sem ná hundrað þúsund undirskriftum tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Stuðningsmenn Vollgeld héldu því fram að breytingarnar myndu koma í veg fyrir bólumyndun í hagkerfi landsins. Seðlabanki landsins gæti stýrt fjármagni í umferð með mikilli nákvæmni.

Ríkisstjórn Sviss og samtök fjármálafyrirtækja börðust þó gegn tillögunni af miklum krafti og sögðu hana geta lamað efnahag ríkisins.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,05
15
153.714
ORIGO
1,37
3
3.230
ICEAIR
1,28
14
75.005
MAREL
0,72
13
102.384
ARION
0,63
6
350.347

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,73
1
149
FESTI
-0,62
1
5.186
EIK
-0,54
4
41.860
REITIR
-0,46
4
137.870
REGINN
-0,44
2
22.725
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.