Erlent

Ruslabíll skildi eftir sig slóð eyðileggingar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Níu bílar eru skemmdir eftir akstur ölvaða ökumannsins.
Níu bílar eru skemmdir eftir akstur ölvaða ökumannsins. ABC
Ölvaður ökumaður ruslabíls olli gríðarlegu tjóni í Brooklyn í New York á laugardag.

Lögreglumenn segja í samtali við fjölmiðla ytra að ökumaðurinn hafi stýrt bíl sínum á hið minnsta níu bifreiðar, ekið niður tré og rústað einn inngang.

Ökumaðurinn hefur verið kærður fyrir ölvunar- og háskaakstur, eignaspjöll, að hafa yfirgefið vettvanginn og fyrir að hafa neitað að blása í áfengismæli.

Yfirmenn ökumannsins hafa gefið það út að honum verði umsvifalaust sagt upp störfum.

Þrátt fyrir að sjö bifreiðar séu sagðar gjörónýtar og að stærðarinnar tré hafi klofnað í tvennt þá slasaðist enginn, sem verður að teljast ótrúlegt - eins og sjá má á myndbandinu sem breska ríkisútvarpið tók saman um málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×