Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2018 19:00 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að mikilvægasta atriðið til að auka samkeppnishæfni Íslands sé að tryggja aukinn stöðugleika í hagkerfinu. Þá er hann að vísa til peninastefnunnar og vinnumarkaðarins en stöðugleiki vinnumarkaðar er forsenda þess að hægt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Vísir/Eyþór Árnason Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira