Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2018 19:00 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að mikilvægasta atriðið til að auka samkeppnishæfni Íslands sé að tryggja aukinn stöðugleika í hagkerfinu. Þá er hann að vísa til peninastefnunnar og vinnumarkaðarins en stöðugleiki vinnumarkaðar er forsenda þess að hægt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Vísir/Eyþór Árnason Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira