Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2018 19:00 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að mikilvægasta atriðið til að auka samkeppnishæfni Íslands sé að tryggja aukinn stöðugleika í hagkerfinu. Þá er hann að vísa til peninastefnunnar og vinnumarkaðarins en stöðugleiki vinnumarkaðar er forsenda þess að hægt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Vísir/Eyþór Árnason Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason. Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason.
Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira