Viðskipti innlent

Ákæra gefin út í Icelandair máli

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi.
Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Vísir/daníel

Gefin hefur verið út ákæra á hendur yfirmanni hjá Icelandair sem sendur var í leyfi vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Grunur leikur á að þrír aðrir hafi verið í slagtogi með honum, grunaðir um að hafa nýtt innherjaupplýsingar frá yfirmanninum til að gera framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í júlí í fyrra.

Sjá einnig: Taldir hafa grætt tæpar 50 milljónir á meintum innherjasvikum

Samningarnir eiga að hafa verið gerðir stuttu áður en félagið sendi kolsvarta afkomu­tilkynningu til Kauphallar í febrúar 2017. Mennirnir veðjuðu á að bréf félagsins myndu falla í verði, sem varð raunin, en gengi bréfa lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin birtist. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×