Körfubolti

Króatískur miðherji til Njarðvíkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mario Matasovic að etja kappi við Lauri Markkanen í háskólaboltanum
Mario Matasovic að etja kappi við Lauri Markkanen í háskólaboltanum Af heimasíðu Njarðvíkur

Njarðvík hefur samið við Mario Matasovic og mun hann leika með liðinu í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga í dag.

Þar segir jafnframt að Mario, sem er króatískur, sé 203 sentimetra miðherji sem hafi leikið með U18 ára landsliði Króata á sínum tíma en Mario er 25 ára gamall í dag.

Hann hefur leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum undanfarin ár þar sem hann var meðal annars fyrirliði hjá Sacret Heart síðastliðinn vetur.

Mario mætir til landsins um mánaðarmótin ágúst-september og byrjar þá að æfa með Njarðvíkingum sem munu mæta með töluvert breytt lið til leiks frá síðustu leiktíð. Einar Árni Jóhannsson er tekinn við liðinu og tók með sér Ólaf Helga Jónsson úr Þorlákshöfn auk þess sem Jón Arnór Sverrisson er kominn til Njarðvíkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.