Reglurnar verði líkari reglum á Norðurlöndum Sighvatur skrifar 4. júní 2018 08:00 Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað og auðvelda fyrirtækjum að starfa á milli Norðurlandanna. Vísir/ernir „Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira