Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 09:12 Finnur Freyr á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem þjálfari KR. vísir/bára „Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
„Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37