Viðskipti innlent

Gunnar Dofri nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gunnar Dofri Ólafsson.
Gunnar Dofri Ólafsson. Mynd/Viðskiptaráð Íslands

Gunnar Dofri Ólafsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Viðskiptaráðs.

Gunnar er með meistarapróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af bæði lögfræðistörfum og störfum í fjölmiðlum, að því er segir í tilkynningu.

Hann starfar nú sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu en starfaði áður sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis, sem löglærður talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á Íslandi og sem fréttamaður á RÚV. Með námi starfaði Gunnar á Morgunblaðinu og hjá slitastjórn Landsbankans.

„Við erum afar spennt að fá Gunnar Dofra til liðs við ráðið enda hefur hann víðtæka reynslu og bakgrunn sem hæfir starfinu vel," segir Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri ráðsins en Gunnar Dofri tekur við starfi lögfræðings Viðskiptaráðs af Mörtu Guðrúnu Blöndal en hún tók nýverið sæti í stjórn Gerðardóms VÍ. Gunnar Dofri hefur störf í júlí.

Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sinnir lögfræðilegri ráðgjöf við framkvæmdastjóra og stjórn, umsagnagerð, skýrsluskrifum og fleiri verkefnum tengdum málefnastarfi ráðsins. Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands heldur jafnframt utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.