Viðskipti innlent

Ísland best á heildina litið að mati TripAdvisor

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reykjavík kemst einnig á blað hjá TripAdvisor.
Reykjavík kemst einnig á blað hjá TripAdvisor. Vísir/Vilhelm
Ísland er efst á blaði í þremur flokkum í nýrri könnun ferðasíðunnar Tripadvisor. Ísland er best á heildina litið sem og þegar kemur að veitingastöðum og upplifunum að mati Tripadvisor.

Vefsíðan er einn þekktasta ferðasíða heims og heldur úti kerfi þar sem notendur geta gefið veitingastöðum, hótelum og áfangastöðum einkunnir og umsagnir.

Gefur ferðasíðan út viðurkenningu sem nefnist „Certificate of Excellence,“ eða viðurkenning á ágæti og tekur könnunin sem um ræðir til þeirra staða sem hlotið hafa slíka viðurkenningu um allan heim.

Ísland er sem áður segir efst þegar á heildina er litið og skýtur þar ríkjum á borð við Írlandi, Bretlandi, Grikklandi og Marokkó ref fyrir rass.

Þá er Ísland einnig efst á blaði þegar kemur að upplifunum og er þar fyrir ofan Grikkland, Mexíkó, Taíland og Portúgal svo dæmi séu nefnd.

Þegar kemur að veitingastöðum er Ísland einnig í efsta sæti. Reykjavík raðar sér einnig ofarlega í borgarflokkum TripAdvisor. Er Reykjavík í 2. sæti þegar á heildina er litið sem og þegar kemur að veitingastöðum en í 5. sæti í upplifun.

Höfuðborgin kemst þó ekki á blað í flokki gistingar enlistana má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×