Verstappen reynir of mikið: „Höfum gefið frá okkur 65 stig“ Bragi Þórðarson skrifar 31. maí 2018 21:30 Verstappen hefur ekki átt sjö dagana sæla í byrjun árs vísir/getty Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu. Formúla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu.
Formúla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira