Fótbolti

PSG sagt vilja semja við Buffon til fjögurra ára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Buffon í leik með Juve.
Buffon í leik með Juve. vísir/getty

Er Gianluigi Buffon ákvað að hætta hjá Juventus á dögunum tók hann fram að ekki væri víst að hann væri hættur í fótbolta. Hann stæði nefnilega frammi fyrir spennandi tækifærum.

Buffon sagði að þessi tækifæri væru bæði innan vallar og utan. Því lagði hann hanskana ekki formlega á hilluna eins og fastlega var búist við að hann myndi gera.

Nú segja fjölmiðlar að hann sé í viðræðum við franska stórliðið PSG.

Í fyrstu var sagt að PSG vildi semja við þennan fertuga markvörð til tveggja ára en nú segja sumir fjölmiðlar að PSG sé til í að bjóða honum fjögurra ára samning. Buffon yrði því 45 ára gamall er sá samningur myndi renna út.

Buffon sat víst að samningaborðinu með forráðamönnum PSG og sá fundur er sagður hafa verið jákvæður. Inni í samningstilboðinu er sagt vera ákvæði um að hann verði sendiherra félagsins og hjálpi til við að auglýsa HM í Katar árið 2022.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.