Formúla 1

Er Leclerc framtíðin hjá Ferrari?

Bragi Þórðarson skrifar
Charles Leclerc.
Charles Leclerc. vísir/getty

Mónakóbúinn Charles Leclerc hefur byrjað Formúlu 1 tímabilið mjög vel með Alfa Romeo Sauber og hefur hann krækt sér í stig bæði í Aserbaísjan og á Spáni.

Leclerc er partur af ungliðastarfi Ferrari og fékk sæti sitt hjá Sauber í gegnum það. Svissneska liðið hefur undanfarin ár notað Ferrari vélar og gerir enn, og er liðið kallað Alfa Romeo sem er systurfélag Ferrari.

Ítalski bílaframleiðandinn hefur því ávalt verið í samstarfi við Sauber, bæði hvað varðar vélar og ökumenn.

Hinn 38 ára gamli Kimi Raikkonen mun að öllum líkindum leggja hanskana á hilluna í lok tímabils og mun þá sæti hjá Ferrari losna.

Hinn tvítugi Leclerc er því svo sannarlega ofarlega á lista sem framtíðarökumaður Ferrari.

Næsta keppni fer fram um næstu helgi í heimalandi Leclerc, Mónakó. Oft hefur það gerst í kappakstrinum að ökumenn hjá botnliðunum nái góðum árangri.

Verður því forvitnilegt að sjá hvað heimamaðurinn gerir á Alfa Romeo Sauber bíl sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.