4500 manns mæta á langstærsta skemmtiferðaskipi sem hingað hefur komið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2018 12:00 Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann. Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann.
Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf