Samskipti foreldra og barna Tinna Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2018 14:46 Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar