Samskipti foreldra og barna Tinna Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2018 14:46 Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Flest börn þrá samskipti og það strax frá fæðingu. Þau mynda strax augnsamband og gera upp á milli mannsandlita og dýra til dæmis. Þau eru forrituð til þess að leita að augnsambandi og læra að það hefur dýpri merkingu. Augnsambandið er líka eitt af fyrstu formum samskipta. Í augnsambandinu felast tengsl, upplýsingar um líðan og önnur skilaboð sem við lærum að lesa í þegar við fullorðnumst. Við notum líka tungumálið til samskipta. Við notum orðin til að búa til setningar, móta hugsanir okkar og senda þær frá okkur. Við gefum skilaboð með tungumálinu og hlustum á skilaboð annarra. Þessi samskiptafærni þróast hjá barninu smátt og smátt, það lærir orð, lærir smátt og smátt að tala og sé allt eðlilegt fer það að benda og nýta sameinaða athygli með öðrum aðila til að uppgötva og ræða um heiminn. Orð eru til alls vís og með réttu orðunum getum við laðað fram góða hegðun. Með röngum orðum getum við snúið öllu á hvolf. Þetta á við bæði um börn og fullorðna og því mikilvægt að vanda vel orðin í samræðum við börn og fullorðna. Það sem ég hef tekið eftir í kringum mig í starfi mínu en líka sem áhugamanneskja um samskipti sem sest reglulega niður og virðir fyrir sér mannlífið - er mikil áhersla foreldra ungra barna á að spyrja þau um allt mögulegt. "Eigum við að koma í bílinn?" "Viltu koma að borða kvöldmat?" "Viltu fara að sofa?" "Eigum við að koma í leikskólann?" "Viltu koma í jakkann?" og þannig er ábyrgð á komandi athöfnum alfarið varpað yfir á lítið barn. Lítil börn eiga ekki að ráða þessum hlutum. Uppalendurnir bera ábyrgð á að öllum þörfum sé mætt. Uppalendurnir eiga þar af leiðandi að taka þessar ákvarðanir fyrir barnið. Að barnið sofi nóg, borði á matartímum, sé nægilega vel klætt eða fari í leikskólann - eru ekki ákvarðanir 2ja ára barns, heldur uppalendanna. Að bjóða barninu að taka þessar ákvarðanir er nær undantekningarlaust ávísun á slæm samskipti sem aftur er ávísun á neikvæð tengsl sem getur endurspeglast í neikvæðri hegðun. Til að ýta undir jákvæð samskipti er uppálagt að foreldrar eða umönnunaraðilar útskýri fyrir barninu hvað sé í vændum, í stað þess að spyrja. Þannig fær barnið gott tækifæri til að heyra málið sitt sem er ein aðalforsenda þess að að læri að tala. Dæmi um setningu gæti þá verið: "Þegar þú ert búinn að borða löbbum við í leikskólann. Klæddu þig nú í jakkann og skóna". Staðhæfingar á borð við þessar ýta frekar undir öryggi hjá barninu sem eykur líkur á jákvæðum samskiptum og hegðun. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn vandasamt að vera foreldri. Skilaboðin fljúga úr öllum áttum viðstöðulaust. Foreldrar verða að spyrna við með því að hafa yfir að ráða ákveðni og ró. Setjum ekki smábörnin í aðstæður sem eru þeim of krefjandi. Foreldrar og umönnunaraðilar þurfa að vera skýrar fyrirmyndir og þeir aðilar sem barnið finnur öryggi hjá. Með því að segja frekar en spyrja er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum sem eru svo mikilvæg.Höfundur er framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun