Daði og Helgi til Kosmos og Kaos Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 12:15 Grafísku hönnuðirnir Daði og Helgi eru nýjustu liðsmenn hönnunarstofunnar úti á Granda. Hönnunar- og vefstofan Kosmos & Kaos er í örum vexti samhliða aukinni eftirspurn frá atvinnulífinu á stafrænni hönnun. Hefur fyrirtækið nýverið bætt við sig tveim hönnuðum í teymið sem telur nú 6 reynslumikla og fjölbreytta hönnuði undir dyggri leiðsögn Gumma Sig, listræns stjórnanda og eiganda. Hjá Kosmos & Kaos starfa því nú alls 16 reynslumiklir hönnuðir og forritarar segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þeir tveir sem nýverið hófu störf eru Helgi Páll Einarsson og Daði Oddberg. Helgi útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskólanum árið 2007 og starfaði lengst af í auglýsingabransanum, en hefur á undanförnum árum einbeitt sér að stafrænni vöruþróun og hönnun fyrir vefinn, fyrst hjá auglýsingastofunni ENNEMM og síðar hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Helgi er áhugamaður um textamál og starfaði um tíma sem textasmiður á auglýsingastofu auk þess að stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hann býr í Reykjavík ásamt konu og tveimur litlum börnum. Daði Oddberg er grafískur hönnuður útskrifaður úr Listaháskóla Íslands vorið 2017, hann stundaði einnig nám við Kunstthøjskolen í Holbæk í Danmörku. Eftir útskrift fór hann út til Belgíu í starfsnám á hönnunarstofunni Undefined sem sérhæfir sig í stafrænu efni. Daði hefur mikinn áhuga á tækni og hvernig hún getur haft áhrif á framþróun hönnunar. „Það er alltaf góð tilfinning að bæta við góðu fólki og mér finnst okkur hafa tekist að byggja upp sterkt og gott teymi þar sem við ráðumst í hvert verkefni með hjartað að vopni“, segir Gummi Sig. Kosmos & Kaos spilaði veigamikið hlutverki í Stafrænni framtíð Arion banka, verkefni sem hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir áherslu á notendamiðaða hönnun og rafræna ferla til að auka upplifun viðskiptavinar og lágmarka kostnað. Auk viðurkenninga og verðlauna fyrir vel unnin störf, hefur Kosmos & Kaos fengið viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki og vakið athygli fyrir öfluga starfsmannastefnu sem sífellt er í mótun. „Við erum að svara kalla markaðarins“, segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri en eftirspurn eftir góðri hönnun hefur sjaldan verið meiri sem og áhersla fyrirtækja á að skara fram úr með notendagildi og upplifun að leiðarljósi. „Með þessum sterka hópi styrkjum við enn stöðu okkar sem fremsta stafræna hönnunarstofan á Íslandi“. Vistaskipti Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Hönnunar- og vefstofan Kosmos & Kaos er í örum vexti samhliða aukinni eftirspurn frá atvinnulífinu á stafrænni hönnun. Hefur fyrirtækið nýverið bætt við sig tveim hönnuðum í teymið sem telur nú 6 reynslumikla og fjölbreytta hönnuði undir dyggri leiðsögn Gumma Sig, listræns stjórnanda og eiganda. Hjá Kosmos & Kaos starfa því nú alls 16 reynslumiklir hönnuðir og forritarar segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þeir tveir sem nýverið hófu störf eru Helgi Páll Einarsson og Daði Oddberg. Helgi útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskólanum árið 2007 og starfaði lengst af í auglýsingabransanum, en hefur á undanförnum árum einbeitt sér að stafrænni vöruþróun og hönnun fyrir vefinn, fyrst hjá auglýsingastofunni ENNEMM og síðar hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Helgi er áhugamaður um textamál og starfaði um tíma sem textasmiður á auglýsingastofu auk þess að stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hann býr í Reykjavík ásamt konu og tveimur litlum börnum. Daði Oddberg er grafískur hönnuður útskrifaður úr Listaháskóla Íslands vorið 2017, hann stundaði einnig nám við Kunstthøjskolen í Holbæk í Danmörku. Eftir útskrift fór hann út til Belgíu í starfsnám á hönnunarstofunni Undefined sem sérhæfir sig í stafrænu efni. Daði hefur mikinn áhuga á tækni og hvernig hún getur haft áhrif á framþróun hönnunar. „Það er alltaf góð tilfinning að bæta við góðu fólki og mér finnst okkur hafa tekist að byggja upp sterkt og gott teymi þar sem við ráðumst í hvert verkefni með hjartað að vopni“, segir Gummi Sig. Kosmos & Kaos spilaði veigamikið hlutverki í Stafrænni framtíð Arion banka, verkefni sem hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir áherslu á notendamiðaða hönnun og rafræna ferla til að auka upplifun viðskiptavinar og lágmarka kostnað. Auk viðurkenninga og verðlauna fyrir vel unnin störf, hefur Kosmos & Kaos fengið viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki og vakið athygli fyrir öfluga starfsmannastefnu sem sífellt er í mótun. „Við erum að svara kalla markaðarins“, segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri en eftirspurn eftir góðri hönnun hefur sjaldan verið meiri sem og áhersla fyrirtækja á að skara fram úr með notendagildi og upplifun að leiðarljósi. „Með þessum sterka hópi styrkjum við enn stöðu okkar sem fremsta stafræna hönnunarstofan á Íslandi“.
Vistaskipti Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira