Erlent

Japönskum börnum fækkar 37. árið í röð

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Fólksfækkun er mikið og vaxandi vandamál í Japan
Fólksfækkun er mikið og vaxandi vandamál í Japan Vísir/EPA
Börnum fækkaði í Japan í fyrra, þrítugasta og sjöunda árið í röð. Alls eru nú um fimmtán og hálf milljón barna undir fjórtán ára aldri í landinu og fækkar þeim um 170 þúsund á milli ára.

Aðeins rúmlega tólf prósent Japana eru undir fjórtán ára aldri og enn dregur úr barneignum. Það þýðir að árið 2060 verða Japanir aðeins tæplega 87 milljónir en þeir eru í dag rúmar 126 milljónir.

Þar sem þjóðin eldist hratt eru sífellt færri skattgreiðendur á vinnumarkaði til að halda uppi heilbrigðis- og velferðarkerfinu fyrir þá sem eldri eru. Almennt dregur mikið úr barneignum þegar samfélög iðnvæðast en innflytjendur hafa jafnað stöðuna nokkuð á vesturlöndum og komið í veg fyrir mikla skekkju á milli aldurshópa. Svo er hins vegar ekki í Japan þar sem aðeins rúmlega eitt prósent íbúa landsins eru af erlendum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×