Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 19:45 Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi. Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi.
Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent