Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 19:45 Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira