Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 19:45 Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira