„Orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 18:30 Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira