Í breytingunum felst meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2018 18:45 Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES Vísir/Getty Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd. Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd.
Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05