Í breytingunum felst meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2018 18:45 Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES Vísir/Getty Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd. Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd.
Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur