Viðskipti innlent

Bláa lónið vísar fullyrðingum Gray Line á bug

Sylvía Hall skrifar
Hluti bílaflota Gray line.
Hluti bílaflota Gray line. Gray Line
Bláa lónið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið vísar fullyrðingum Grey Line á bug. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær  sagði stjórnarformaður Gray Line á Íslandi að það virtist sem eigendur Bláa lónsins væru að losa sig við samkeppni.

Sjá einnig: Segir reynt að útrýma samkeppni



Í yfirlýsingunni segir að Gray Line hafi notið sérstöðu umfram aðra samkeppnisaðila að selja aðgang að Bláa lóninu og þrátt fyrir það hafi önnur ferðaþjónustufyrirtæki stundað hópferðaakstur til og frá Bláa lóninu. Með því að hætta aðgangssölu í gegnum Gray Line sé Bláa lónið að jafna stöðu Gray Line og annarra aðila á ferðaþjónustumarkaði.

Einnig segir í yfirlýsingunni að breytingarnar hafi legið fyrir í langan tíma og verið kunnar stjórnendum Gray Line í þó nokkurn tíma. Bláa lónið segir öllum frjálst að stunda akstur að baðstaðnum vinsæla og vonast eftir farsælu samstarfi við ferðaþjónustuaðila í framtíðinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×