Gray Line á Íslandi segir upp 15 starfsmönnum Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. apríl 2018 16:55 Þórir Garðarsson er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Vísir Gray Line á Íslandi hefur ákveðið uppsagnir um 15 starfsmanna fyrir næstu mánaðarmót vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða um 5% af starfsmannafjöldanum, bílstjóra og starfsfólk í farþegaafgreiðslu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að áætlunarferðir Gray Line í Bláa lónið hafa verið ein af meginstoðum afþreyingarferða fyrirtækisins í 20 ár. Eigendur Bláa Lónsins hafa sagt upp samkomulagi við Gray Line um sölu á baðgjaldi í lónið frá 1. apríl síðastliðnum og nýtt samkomulag er ekki í boði. „Ákvörðun Bláa Lónsins kom að vissu leyti ekki á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins hefur tekið við áætlunarferðum þangað. Þessi eigendahópur virðist hafa sammælst um að losa sig við samkeppnina til að skapa rými fyrir eigið fyrirtæki í þessum ferðum. Það er áhyggjuefni að eigendasamþjöppun af þessu tagi með tilheyrandi samkeppnishindrunum skuli vera að raungerast með svo ógagnsæjum hætti. En það er ný samkeppnisáskorun sem þarf þá að takast á við,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í ágúst á síðasta ári að Gray Line myndi sameinast Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair Group. Seint í október var svo send út fréttatilkynning um að samruninn myndi ekki ganga eftir. Í upphafi árs var svo greint frá því að Gray Line myndi missa stæði sín við komusal Leifsstöðvar eftir að bæði Hópbílar og Kynnisferðir buðu hærra. Gray Line tilkynnti í kjölfarið að fyrirtækið hyggðist kæra Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar, fyrir ofurgjaldtöku og misnotkun á einokunarstöðu sinni. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Gray Line á Íslandi hefur ákveðið uppsagnir um 15 starfsmanna fyrir næstu mánaðarmót vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða um 5% af starfsmannafjöldanum, bílstjóra og starfsfólk í farþegaafgreiðslu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að áætlunarferðir Gray Line í Bláa lónið hafa verið ein af meginstoðum afþreyingarferða fyrirtækisins í 20 ár. Eigendur Bláa Lónsins hafa sagt upp samkomulagi við Gray Line um sölu á baðgjaldi í lónið frá 1. apríl síðastliðnum og nýtt samkomulag er ekki í boði. „Ákvörðun Bláa Lónsins kom að vissu leyti ekki á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins hefur tekið við áætlunarferðum þangað. Þessi eigendahópur virðist hafa sammælst um að losa sig við samkeppnina til að skapa rými fyrir eigið fyrirtæki í þessum ferðum. Það er áhyggjuefni að eigendasamþjöppun af þessu tagi með tilheyrandi samkeppnishindrunum skuli vera að raungerast með svo ógagnsæjum hætti. En það er ný samkeppnisáskorun sem þarf þá að takast á við,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í ágúst á síðasta ári að Gray Line myndi sameinast Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair Group. Seint í október var svo send út fréttatilkynning um að samruninn myndi ekki ganga eftir. Í upphafi árs var svo greint frá því að Gray Line myndi missa stæði sín við komusal Leifsstöðvar eftir að bæði Hópbílar og Kynnisferðir buðu hærra. Gray Line tilkynnti í kjölfarið að fyrirtækið hyggðist kæra Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar, fyrir ofurgjaldtöku og misnotkun á einokunarstöðu sinni.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira