Fasteignaverð hækkað mikið í stærri bæjum úti á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 08:54 Hækkun fasteignaverðs hefur verið langmest á Akranesi. vísir/ernir Þegar litið er á hækkun fasteignaverðs á einu ári, það er frá fyrsta ársfjórðungi 2017 til fyrsta ársfjórðungs 2018, kemur í ljós að hún hefur verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en Reykjavík. Hækkunin var þannig langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Var hækkun fasteignaverðs mun minni en í Reykjavík og þá væntanlega enn lægri á höfuðborgarsvæðinu í heild. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. Þar segir að niðurstöður mælinga Hagstofunnar á hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni hafi komið verulega á óvart í janúar og í mars. „Síðustu 12 mánuði hefur þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni verið til hækkunar vísitölu neysluverðs í 10 skipti af 12. Það þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár. Nú í mars var hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni á 12 mánaða grundvelli 22,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar og hækkun frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 17,9%. Sú tala stemmir ágætlega við þær tölur um hækkun í stærri bæjum sem kom fram hér að ofan. Frá því í nóvember hefur þróun fasteignaverðs í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Það kemur alls ekki á óvart í ljósi þess hve litlir þessir markaðir eru. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar á Akranesi, enda er hann minnsti bærinn af þessum fjórum. Sé litið á vegnar meðalbreytingar á verði miðað við stærð þessara bæja má sjá að verðbreytingar milli mánaða fylgja ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi,“ segir í Hagsjánni. Sömu upplýsingar koma fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs þar sem segir að undanfarna mánuði hafi íbúðaverð á landsbyggðinni hækkað töluvert hraðar en íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu.Hagsjá Landsbankans má sjá hér og mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs hér. Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00 Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þegar litið er á hækkun fasteignaverðs á einu ári, það er frá fyrsta ársfjórðungi 2017 til fyrsta ársfjórðungs 2018, kemur í ljós að hún hefur verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en Reykjavík. Hækkunin var þannig langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Var hækkun fasteignaverðs mun minni en í Reykjavík og þá væntanlega enn lægri á höfuðborgarsvæðinu í heild. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. Þar segir að niðurstöður mælinga Hagstofunnar á hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni hafi komið verulega á óvart í janúar og í mars. „Síðustu 12 mánuði hefur þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni verið til hækkunar vísitölu neysluverðs í 10 skipti af 12. Það þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár. Nú í mars var hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni á 12 mánaða grundvelli 22,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar og hækkun frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 17,9%. Sú tala stemmir ágætlega við þær tölur um hækkun í stærri bæjum sem kom fram hér að ofan. Frá því í nóvember hefur þróun fasteignaverðs í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Það kemur alls ekki á óvart í ljósi þess hve litlir þessir markaðir eru. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar á Akranesi, enda er hann minnsti bærinn af þessum fjórum. Sé litið á vegnar meðalbreytingar á verði miðað við stærð þessara bæja má sjá að verðbreytingar milli mánaða fylgja ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi,“ segir í Hagsjánni. Sömu upplýsingar koma fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs þar sem segir að undanfarna mánuði hafi íbúðaverð á landsbyggðinni hækkað töluvert hraðar en íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu.Hagsjá Landsbankans má sjá hér og mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs hér.
Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00 Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00
Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00