Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. mars 2018 19:00 Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira