Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. mars 2018 19:00 Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur. Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira