Samherji kaupir búnað af Völku fyrir 2,5 milljarða Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 10. apríl 2018 12:30 Frá vinstri: Ágúst Sigurðarson, markaðsstjóri Völku, Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, Helgi Hjálmarsson, framkvæmdarstjóri Völku og Atli Dagsson, tæknistjóri Samherja. Aðsend mynd Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátækni fyrirtækinu Völku. Kaupin hljóða upp á 20 milljónir evra, um 2,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Völku. „Verkefnið er mjög metnaðarfullt og verða nýju vinnslukerfin vafalítið þau fullkomnustu sem þekkjast í matvælavinnslu í heiminum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Um er að ræða sex nýjar vatnsskurðarvélar, þrjá ferskfiskflokkara, þrjá flokkara fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku. Tækin verða sett upp í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík. Hluti búnaðarins verður settur upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) í sumar en stærsti hluti vinnslubúnaðarins verður settur upp í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Áætlað er að hún verði tilbúin um mitt næsta ár. Uppsetning nýju vélanna verður til þess að landvinnslur Samherja munu verða þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminumÍslendingar leiðandi í tækniframförum tengdum sjávarútvegi Helgi segir þann árangur sem náðst hefur hérlendis þegar kemur að tækniframförum í vinnslu og veiðum hafa orðið til úr einstöku samstarfi iðnaðar og sjávarútvegs. „Það er ljóst að án slíks samstarfs hefði sá árangur sem náðst hefur ekki verið mögulegur.Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, tekur í sama streng.„Við teljum að í samstarfi við Völku munum við þróa fiskvinnsluna til enn frekari sjálfvirkni á næstu árum. Við erum að stíga stór skref inn í framtíðina og ætlum okkur að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina.“Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir samstarfið við Völku vera nýjustu birtingarmynd í stefnu fyrirtækisins um að vinna náið með íslenskum fyrirtækjum að tæknilausnum í sjávarútvegi.„Ég er mjög ánægður með útkomuna. Á síðustu árum hefur okkur tekist að skapa margar lausnir á ýmsum sviðum veiða og vinnslu í samstarfi við framsækin íslensk iðnfyrirtæki. Þær lausnir hafa síðan reynst arðbær útflutningsframleiðsla sem hefur verið seld um allan heim.“ Sjávarútvegur Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátækni fyrirtækinu Völku. Kaupin hljóða upp á 20 milljónir evra, um 2,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Völku. „Verkefnið er mjög metnaðarfullt og verða nýju vinnslukerfin vafalítið þau fullkomnustu sem þekkjast í matvælavinnslu í heiminum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Um er að ræða sex nýjar vatnsskurðarvélar, þrjá ferskfiskflokkara, þrjá flokkara fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku. Tækin verða sett upp í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík. Hluti búnaðarins verður settur upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) í sumar en stærsti hluti vinnslubúnaðarins verður settur upp í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Áætlað er að hún verði tilbúin um mitt næsta ár. Uppsetning nýju vélanna verður til þess að landvinnslur Samherja munu verða þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminumÍslendingar leiðandi í tækniframförum tengdum sjávarútvegi Helgi segir þann árangur sem náðst hefur hérlendis þegar kemur að tækniframförum í vinnslu og veiðum hafa orðið til úr einstöku samstarfi iðnaðar og sjávarútvegs. „Það er ljóst að án slíks samstarfs hefði sá árangur sem náðst hefur ekki verið mögulegur.Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, tekur í sama streng.„Við teljum að í samstarfi við Völku munum við þróa fiskvinnsluna til enn frekari sjálfvirkni á næstu árum. Við erum að stíga stór skref inn í framtíðina og ætlum okkur að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina.“Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir samstarfið við Völku vera nýjustu birtingarmynd í stefnu fyrirtækisins um að vinna náið með íslenskum fyrirtækjum að tæknilausnum í sjávarútvegi.„Ég er mjög ánægður með útkomuna. Á síðustu árum hefur okkur tekist að skapa margar lausnir á ýmsum sviðum veiða og vinnslu í samstarfi við framsækin íslensk iðnfyrirtæki. Þær lausnir hafa síðan reynst arðbær útflutningsframleiðsla sem hefur verið seld um allan heim.“
Sjávarútvegur Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira