Viðskipti innlent

Borðið fær loksins vínveitingaleyfi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Martina Vigdís Nardini, Jón Helgi Sen Erlendsson og Rakel Eva Sævarsdóttir eru fólkið á bak við Borðið.
Martina Vigdís Nardini, Jón Helgi Sen Erlendsson og Rakel Eva Sævarsdóttir eru fólkið á bak við Borðið. vísir/ERNIR

Veitingastaðurinn Borðið, sem opnaður var við Ægisíðu árið 2016, hefur nú fengið vínveitingaleyfi eftir langa baráttu, að því er fram kemur í Facebook-færslu staðarins.

„Eftir talsverða baráttu og 724 daga bið höfum við nú loks fengið vínveitingaleyfið í hús,“ segir í færslunni sem birt var í dag.

Sjá einnig: Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun

Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. Greint var frá því í fyrra að mistök af hálfu borgarinnar hefðu leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamáli synjaði þó beiðninni, ekki síst á þeim á forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að hljóta vínveitingaleyfi þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna.

Nú virðist leyfið hins vegar vera í höfn og bjóða eigendur Borðsins, sem fagnar tveggja ára opnunarafmæli á sunnudaginn, vínþyrsta viðskiptavini velkomna.

„Við bjóðum ykkur velkomin á Borðið til þess að skála fyrir þessum tímamótum með okkur. Við ætlum að bjóða hvítt, rautt og freyðandi og bjór á dælu á sérstöku afmælisverði næstu daga - 724 kr. - af augljósum ástæðum.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.