Viðskipti innlent

Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Martina Vigdís Nardini, Jón Helgi Sen Erlendsson og Rakel Eva Sævarsdóttir eru fólkið á bak við Borðið.
Martina Vigdís Nardini, Jón Helgi Sen Erlendsson og Rakel Eva Sævarsdóttir eru fólkið á bak við Borðið. vísir/ernir
Klaufaskapur af hálfu borgarinnar leiddi til þess að tekið var með jákvæðum hætti í grenndarkynningu í tengslum við umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi. Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga.

Í kæru eigenda Borðsins kemur fram að synjun borgarinnar hafi valdið forsendubresti fyrir kaupum á húsnæði og rekstri staðarins enda hafi yfirvöld áður tekið vel í að veita leyfið. Af hálfu borgarinnar var tekið fram að það hefði verið óheppilegt að skipulagsfulltrúi hafi tekið vel í fyrirspurn þess efnis.

Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald kemur fram að til að hljóta vínveitingaleyfi þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna. Borðið er til húsa að Ægisíðu 123 en svæðið í kring er skilgreint sem íbúabyggð og Ægisíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Því fæst leyfið ekki.

Uppfært 14.55 Í upphaflegri frétt var fullyrt að borgin hefði gert mistök við afgreiðslu sína. Þar var of djúpt í árinni tekið. Hið rétta er að um óheppilegan klaufaskap var að ræða. Fyrirsögn, sem var „Mistök borgarinnar kosta Borðið vínið“, og upphafi fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við þetta. 


Tengdar fréttir

Læknir og hagfræðingur í veitingahúsageirann

Læknir, hagfræðingur og iðnaðarmenn ákváðu að taka sig saman og opna veitingastað og sælkeraverslun. Borðið verður starfrækt á Ægisíðu 123. Áherslan lögð á hægeldaðan mat úr góðu hráefni. Telja fólk vilja eyða minni tíma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×