Viðskipti innlent

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf

Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar
Heildarskuldir ríkissjóðs nema um 866 milljörðum.
Heildarskuldir ríkissjóðs nema um 866 milljörðum. Fréttablaðið/Anton

Viðskipti Ríkissjóður keypti í vikunni eigin skuldabréf af Seðlabanka Íslands fyrir 27 milljarða króna. Um er að ræða bréf í flokknum RIKH 18 fyrir um 4,7 milljarða króna að nafnvirði og í flokknum RIKB 19 fyrir um 21,6 milljarða að nafnvirði. Uppgjör viðskiptanna fór fram í gær.

Heildarkaupverð bréfanna nemur 27,3 milljörðum og eru kaupin fjármögnuð með innstæðum ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og með lækkun á almennri sjóðsstöðu.

Eftir þessi viðskipti nema heildarskuldir ríkissjóðs um 866 milljörðum króna, eða sem samsvarar 32 prósentum af vergri landsframleiðslu og er þá tekið tillit til útboðs á ríkisbréfum sem fram fór í gær.

Hrein staða ríkissjóðs reiknuð á grundvelli laga um opinber fjármál, það er að segja þegar sjóðir og innstæður eru dregnar frá heildarskuldum, nemur eftir viðskiptin um 724 milljörðum króna, eða sem nemur um 27 prósentum af vergri landsframleiðslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.