Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 13:45 Farveitur eins og Lyft og Uber gætu komið til Íslands með frumvarpi sem samgönguráðherra ætlar að smíða. Vísir/AFP Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins." Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins."
Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45
Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49