Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 13:45 Farveitur eins og Lyft og Uber gætu komið til Íslands með frumvarpi sem samgönguráðherra ætlar að smíða. Vísir/AFP Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins." Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins."
Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45
Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49