Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 19:49 Unnið er að breytingum á lagaumhverfi leigubíla á Íslandi sem gætu orðið að veruleika á næstu árum. Vísir/Vilhelm Framvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Hreyfils segir fyrirtækið hafa sótt um vörumerkið Suber Taxi til að búa sig undar breyttar aðstæður á leigubílamarkaði á Íslandi á næstu árum. Ekki standi þó til að opna farveitu á borð við Uber á næstunni. Viðskiptablaðið sagði frá því í dag að Hreyfill hefði sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Suber Taxi hjá Einkaleyfastofu í febrúar. Vörumerkið flokkist undir leigabílaþjónustu sem bókast með snjallforriti. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir við Vísi leigubílaumhverfið á Íslandi muni breytast verulega á næstu árum með nýjum lögum sem eru í undirbúningi. Fyrirtækið sé að hugsa fram í tímann og búa sig undir breytt umhverfi, meðal annars um að sækja um vörumerkið. „Ef þróunin verður þannig að við myndum fara út í farveiturekstur þá er þetta bara merki sem við ætlum að nota þar. Það er ekkert víst að við þurfum á því að halda en þetta er bara einn liður í því að mæta breyttu lagaumhverfi,“ segir hann.Geta boðið upp á þjónustuna fyrir þá sem kæra sig um hanaEkki standi hins vegar til að hefja rekstur farveitu alveg á næstunni. Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, allt eftir því hvenær frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla verður lagt fram og verður mögulega að lögum. Þá útilokar Sæmundur ekki að kveðið yrði á um aðlögunartíma. Hreyfill heldur þegar úti eigin snjallforriti fyrir akstursþjónustu sína og telur Sæmundur að fyrirtækið fullnægi þörfum markaðarins með því. Suber Taxi myndi gera Hreyfli kleift að bjóða upp á farveituþjónustu fyrir þá bílstjóra sem kæra sig um að starfa í því umhverfi. Vinnuhópur á vegum samgönguráðherra hefur unnið að tillögum um breytingar á lögum um leigubíla eftir að Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði núverandi laga brytu gegn EES-samningnum. Sérstaklega var gerð athugasemd við fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfum. Samgöngur Tengdar fréttir Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Framvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Hreyfils segir fyrirtækið hafa sótt um vörumerkið Suber Taxi til að búa sig undar breyttar aðstæður á leigubílamarkaði á Íslandi á næstu árum. Ekki standi þó til að opna farveitu á borð við Uber á næstunni. Viðskiptablaðið sagði frá því í dag að Hreyfill hefði sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Suber Taxi hjá Einkaleyfastofu í febrúar. Vörumerkið flokkist undir leigabílaþjónustu sem bókast með snjallforriti. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir við Vísi leigubílaumhverfið á Íslandi muni breytast verulega á næstu árum með nýjum lögum sem eru í undirbúningi. Fyrirtækið sé að hugsa fram í tímann og búa sig undir breytt umhverfi, meðal annars um að sækja um vörumerkið. „Ef þróunin verður þannig að við myndum fara út í farveiturekstur þá er þetta bara merki sem við ætlum að nota þar. Það er ekkert víst að við þurfum á því að halda en þetta er bara einn liður í því að mæta breyttu lagaumhverfi,“ segir hann.Geta boðið upp á þjónustuna fyrir þá sem kæra sig um hanaEkki standi hins vegar til að hefja rekstur farveitu alveg á næstunni. Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, allt eftir því hvenær frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla verður lagt fram og verður mögulega að lögum. Þá útilokar Sæmundur ekki að kveðið yrði á um aðlögunartíma. Hreyfill heldur þegar úti eigin snjallforriti fyrir akstursþjónustu sína og telur Sæmundur að fyrirtækið fullnægi þörfum markaðarins með því. Suber Taxi myndi gera Hreyfli kleift að bjóða upp á farveituþjónustu fyrir þá bílstjóra sem kæra sig um að starfa í því umhverfi. Vinnuhópur á vegum samgönguráðherra hefur unnið að tillögum um breytingar á lögum um leigubíla eftir að Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði núverandi laga brytu gegn EES-samningnum. Sérstaklega var gerð athugasemd við fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfum.
Samgöngur Tengdar fréttir Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00
Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45