Viðskipti innlent

Fannar og María nýir forstöðumenn hjá Icelandair

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fannar Eðvaldsson og María Stefánsdóttir eru komin í framlínusveitina hjá Icelandair.
Fannar Eðvaldsson og María Stefánsdóttir eru komin í framlínusveitina hjá Icelandair.

Fannar Eðvaldsson og María Stefánsdóttir hafa verið ráðin forstöðumenn hjá Icelandair, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.

Fannar hefur verið ráðinn forstöðumaður framlínu, þeirrar þjónustu Icelandair sem snýr að beinum samskiptum við viðskiptavini félagsins.

Fannar var deildarstjóri í farþegaþjónustu hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, og þar á undan í nokkur ár sem deildarstjóri í þjónustuveri Símans.  Hann er með B.s. gráðu í viðskiptafræði. Maki er Diljá Pálsdóttir og hann á eina dóttur.

María hefur hafið störf sem forstöðumaður vöruþróunar, sem er ný eining á viðskiptaþróunar- og stefnumótunarsviði Icelandair. María mun leiða mótun og rekstur vöruþróunar í samstarfi við aðrar einingar fyrirtækisins. 

María kemur til Icelandair frá Símanum, þar sem hún var síðast forstöðumaður einstaklingssölu, en hafði gegnt ýmsum öðrum stjórnunarstörfum þar í samanlagt 11 ár. Einnig starfaði María sem rekstrarstjóri Kaupþing Edge og sem markaðsstjóri hjá Creditinfo Group í Þýskalandi. María er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og Can.Sci.Pol í alþjóðastjórnmálum frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún á þrjú börn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.