Viðskipti innlent

Fannar og María nýir forstöðumenn hjá Icelandair

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fannar Eðvaldsson og María Stefánsdóttir eru komin í framlínusveitina hjá Icelandair.
Fannar Eðvaldsson og María Stefánsdóttir eru komin í framlínusveitina hjá Icelandair.
Fannar Eðvaldsson og María Stefánsdóttir hafa verið ráðin forstöðumenn hjá Icelandair, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.

Fannar hefur verið ráðinn forstöðumaður framlínu, þeirrar þjónustu Icelandair sem snýr að beinum samskiptum við viðskiptavini félagsins.

Fannar var deildarstjóri í farþegaþjónustu hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, og þar á undan í nokkur ár sem deildarstjóri í þjónustuveri Símans.  Hann er með B.s. gráðu í viðskiptafræði. Maki er Diljá Pálsdóttir og hann á eina dóttur.

María hefur hafið störf sem forstöðumaður vöruþróunar, sem er ný eining á viðskiptaþróunar- og stefnumótunarsviði Icelandair. María mun leiða mótun og rekstur vöruþróunar í samstarfi við aðrar einingar fyrirtækisins. 

María kemur til Icelandair frá Símanum, þar sem hún var síðast forstöðumaður einstaklingssölu, en hafði gegnt ýmsum öðrum stjórnunarstörfum þar í samanlagt 11 ár. Einnig starfaði María sem rekstrarstjóri Kaupþing Edge og sem markaðsstjóri hjá Creditinfo Group í Þýskalandi. María er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og Can.Sci.Pol í alþjóðastjórnmálum frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún á þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×