Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg býður út lóðir

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi.
Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi. VISIR/Vilhelm

Reykjavíkurborg hefur auglýst opið útboð á byggingarrétti fyrir 255 íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af er 151 íbúð í fjölbýli og munu aðeins lögaðilar geta boðið í þær lóðir. Einstaklingar munu þó geta boðið í lóðir fyrir alls 32 einbýlishús, 20 íbúðir í tvíbýlishúsum og fjölda lóða undir raðhús. Tekið verður við tilboðum til hádegis 4. maí.

Auk lóða í almennu útboði hefur byggingarrétti fyrir 148 íbúðir verið ráðstafað til íbúðafélaga sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða. Alls eru því rúmlega 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal. Allar aðrar lóðir í hverfinu eru þegar seldar.  

Neðst í dalnum við Úlfarsá er í byggingu mannvirki sem hýsa mun skóla, leikskóla, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttastarfsemi. Nú þegar hefur hluti byggingarinnar verið tekinn í notkun og næsti áfangi verður tekinn í notkun næsta haust. Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.