Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg býður út lóðir

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi.
Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi. VISIR/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur auglýst opið útboð á byggingarrétti fyrir 255 íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af er 151 íbúð í fjölbýli og munu aðeins lögaðilar geta boðið í þær lóðir. Einstaklingar munu þó geta boðið í lóðir fyrir alls 32 einbýlishús, 20 íbúðir í tvíbýlishúsum og fjölda lóða undir raðhús. Tekið verður við tilboðum til hádegis 4. maí.

Auk lóða í almennu útboði hefur byggingarrétti fyrir 148 íbúðir verið ráðstafað til íbúðafélaga sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða. Alls eru því rúmlega 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal. Allar aðrar lóðir í hverfinu eru þegar seldar.  

Neðst í dalnum við Úlfarsá er í byggingu mannvirki sem hýsa mun skóla, leikskóla, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttastarfsemi. Nú þegar hefur hluti byggingarinnar verið tekinn í notkun og næsti áfangi verður tekinn í notkun næsta haust. Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi.

 


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,15
27
210.559
ICEAIR
2,55
149
809.462
VIS
1,9
23
594.243
EIK
1,64
1
150
SJOVA
1,02
9
31.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,87
115
1.035.540
SIMINN
-1,65
14
253.757
REGINN
-0,68
2
11.760
ICESEA
-0,63
5
14.457
SVN
-0,45
21
103.623
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.