Vilja að álit vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi standi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. apríl 2018 13:45 Umhverfisstofnun drót til baka álit sitt um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi þegar fyrirtækið sem sótti um leyfið kvaðst vera með nýjar upplýsingar. Þann 4. apríl síðastliðinn tilkynnti Skipulagsstofnun að hún legðist gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. Skömmu eftir að álit stofnunarinnar var lagt fram, var það dregið til baka, að beiðni Háafells, þar sem fyrirtækið hyggst leggja fram frekari upplýsingar um framkvæmdina. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að álitið ætti að standa enda hafi niðurstaða þess verið afgerandi. Auk þess hafi Landssamband veiðifélaga ekki fengið aðgang að álitinu en félagið hefur nú óskað þess. „Svo virðist vera að þeir sem voru fylgjandi framkvæmdinni hafi fengið álitið afhent en ekki við sem mótmæltum henni,“ segir Jón Helgi en landssambandið hefur ritað Skipulagsstofnun bréf þar sem óskað er eftir því að sambandið fái álitið afhent. „Við gerum líka athugasemdir við það að ef að menn sjái óhagstætt álit sé bara hægt að draga það til baka á grunni þess að menn séu með nýjar upplýsingar. Maður veltir því fyrir sér hvort að ferlið sé þá þannig að ef manni hugnast ekki niðurstaðan sé bara hægt að koma með nýjar upplýsingar til að breyta henni. Við teljum að það muni grafa undan trausti á því ferli sem er þarna í gangi,“ segir hann. Af þeim glefsum sem Jón Helgi hefur séð úr álitinu virðist það nokkuð afgerandi gegn sjókvíaeldi í djúpinu. Að öðru leiti hefur Landssamband veiðifélaga ekki fengið að sjá álitið þrátt fyrir að vera umsagnaraðilar. „Það er mjög bagalegt þegar hagsmunaaðilar fái ekki að vita upplýsingar sem eru á floti um málið.“ Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Þann 4. apríl síðastliðinn tilkynnti Skipulagsstofnun að hún legðist gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. Skömmu eftir að álit stofnunarinnar var lagt fram, var það dregið til baka, að beiðni Háafells, þar sem fyrirtækið hyggst leggja fram frekari upplýsingar um framkvæmdina. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að álitið ætti að standa enda hafi niðurstaða þess verið afgerandi. Auk þess hafi Landssamband veiðifélaga ekki fengið aðgang að álitinu en félagið hefur nú óskað þess. „Svo virðist vera að þeir sem voru fylgjandi framkvæmdinni hafi fengið álitið afhent en ekki við sem mótmæltum henni,“ segir Jón Helgi en landssambandið hefur ritað Skipulagsstofnun bréf þar sem óskað er eftir því að sambandið fái álitið afhent. „Við gerum líka athugasemdir við það að ef að menn sjái óhagstætt álit sé bara hægt að draga það til baka á grunni þess að menn séu með nýjar upplýsingar. Maður veltir því fyrir sér hvort að ferlið sé þá þannig að ef manni hugnast ekki niðurstaðan sé bara hægt að koma með nýjar upplýsingar til að breyta henni. Við teljum að það muni grafa undan trausti á því ferli sem er þarna í gangi,“ segir hann. Af þeim glefsum sem Jón Helgi hefur séð úr álitinu virðist það nokkuð afgerandi gegn sjókvíaeldi í djúpinu. Að öðru leiti hefur Landssamband veiðifélaga ekki fengið að sjá álitið þrátt fyrir að vera umsagnaraðilar. „Það er mjög bagalegt þegar hagsmunaaðilar fái ekki að vita upplýsingar sem eru á floti um málið.“
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira